Hvað er Gagnsæi og hver erum við

GagnsæiHver erum við?
Gagnsæi eru félagasamtök fólks sem vill berjast gegn spillingu í öllum grunnstoðum samfélagsins.

Hvað erum við ekki?
Gagnsæi er ekki fjölmiðill, ekki opinber eftirlitsaðili, ekki stjórnmálahreyfing.

Grunngildi Gagnsæis eru: gagnsæi, heilindi, samstaða, hugrekki, réttlæti og lýðræði.

 Markmið okkar á fyrsta starfsárinu eru:

  • Að knýja á um þær umbætur sem OECD og TI hafa bent á að gera þurfi í íslensku lagaumhverfi hvað varðar viðurlög við mútum, verndun uppljóstrara og þjálfun endurskoðenda í að greina hættumerki;
  • Vitundarvakning, fræðsta og umræða meðal almennings um skilgreiningar spillingar, einkum í ljósi fólksfæðar og hagsmunaárekstra;
  • Þýðingar á hugtökum góðum fordæmum (best practices) erlendis frá;
  • Að sækja um aðild sem Íslandsdeild Transparency International hreyfingarinnar.

Stjórn samtakanna má sjá hér