Menntamálaráðherra talinn hafa brotið siðareglur ríkisstjórnar

Jenný Stefanía Jensdóttir formaður Gagnsæis – samtaka gegn spillingu kom fram í umræðuþættinum Stóru málin á Stöð 2 ásamt Dögg Hjaltlín, framkvæmdastjóra félags Viðskipta – og hagfræðinga og Henrý Alexander Henrýssonar, heimspekingi.  Lóa Pind Aldísardóttir stýrði umræðum.  Jenný lagði áherslu á gagnsemi siðareglna, sér í lagi í litlu samfélagi, þar sem lagðar eru fram viðmiðanir um siðferðilega hegðun, sem menn geta svo speglað sig í.  Ljóst væri að með því að láta hjá líða að upplýsa almenning fljótt og örugglega um hagsmunatengsl sín við forstjóra Orku Energy þegar ráðherrann bauð félaginu að taka þátt í opinberri ferð til Kína, hefði menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, farið fram úr þeirri línu sem siðareglur ríkisstjórnarinnar setja honum.  Umræðuna í Stóru málunum má sjá hér..