Aðalfundur 20. maí 2024

Íslandsdeild Transparency International boðar til aðalfundar mánudaginn 20. maí kl 17.30 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (Gengið inn frá Ármúla), 108 Reykjavík. 

Til að geta greitt atkvæði þarf að greiða félagsgjöldin, kr. 5.500

Reikningsnúmer 0301-26-011214

kt:701214-1450

Dagskrá aðalfundar eru hefðbundin aðalfundastörf. 

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og reikningar
3. Stefnuskrá og starfsáætlun til næsta aðalfundar
4. Kjör stjórnar
5. Kjör skoðunarmanns reikninga félagsins.
6. Önnur mál

Stjórnarkjör Íslandsdeildar Transparency International er til tveggja ára í senn en kosið er til stjórnar ár hvert. Formaður og þrír meðstjórnendur annað árið en varaformaður og tveir meðstjórnendur annað. Aðalfundur 2023 kaus formann og þrjá stjórnarmeðlimi. Því er varaformaður og tveir meðstjórnendur til kjörs í ár. Formaður og gjaldkeri hafa óskað lausnar frá og með aðalfundi. Lög félagsins gera ráð fyrir að varaformaður taki við formennsku hætti formaður milli aðalfunda en nú æxlast mál svo að kjörtímabil varafomanns endar og rétt að félagsmenn kjósi sér formann og varaformann. Á aðalfundi verða því fimm aðilar kjörnir í stjórn í stað þriggja.

Við hvetjum félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða fram krafta sína að tilkynna áhuga sinn með staðfestingu á tölvupóst transparency@transparency.is.

Sú hefð hefur myndast að boðið er til opins fundar að loknum aðalfundi með góðum gestum og súpu gegn spillingu. Þeirri hefð verður að sjálfsögðu viðhaldið. Opinn fundur hefst klukkan 20.00. Nánari dagskrá verður auglýst von bráðar.


– Stjórn Íslandsdeildar Transparency International