Súpufundur Transparency um Samkeppni á Íslandi með Páli Gunnari Pálssyni og Gylfa Magnússyni

Íslandsdeild Transparency International boðar til súpufundar um samkeppni á Íslandi, þriðjudaginn 03.10.2023 kl 20.00 í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (inngangur frá Ármúla).

Húsið opnar 19.30 og boðið verður upp á súpu og brauð. Fundurinn er opinn öllum.

Gestir fundarins eru Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Gylfi Magnússon hagfræðingur en þeir ætla að ræða skort á samkeppni á Íslandi.

Þorvaldur Logason heimspekingur kemur einni á fundinn og mun ræða nýútkomna bók sína Eimreiðaelítan í uypphafi fundar.