Aðalfundur Íslandsdeildar Transparency International 2023

Íslandsdeild Transparency International boðar til aðalfundar þriðjudaginn 03.10.2023 kl 18.00 Í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (inngangur frá Ármúla). Fundurinn er opinn öllu félagsfólki Íslandsdeildar Transparency International.

Hægt er að skrá sig í Íslandsdeild Transparency International hér.

Atkvæðarétt á fundinum hafa öll þau sem greitt hafa árgjald fyrir árið 2023. Árgjald eru kr. 5.500. Greiða má með millifærslu Reikningsnúmer 0301-26-011214 KT:701214-1450 en skráðir félagar fá greiðsluseðil á næstu dögum.

Aðalfundur hefst með hefðbundnum aðalfundarstörfum en að þeim loknum verður boðið upp á léttan mat áður en almennur umræðufundur hefst.Lög Íslandsdeildar kveða á um stjórnarkjör ár hvert „Fjórir stjórnarmenn til tveggja ára eitt árið og þrír til tveggja ára hið næsta.“

Á fundinum skal kjörinn formaður auk þriggja stjórnarmanna. Nokkrir stjórnarmenn hafa að auki óskað lausna frá stjórn vegna anna þar á meðal varaformaður félagsins og því verður varaformaður Íslandsdeildar kosinn til eins árs á fundinum.Stjórn hvetur félagsfólk til að bjóða fram krafta sína í stjórn Íslandsdeildar Transparency.

Kjörgengi hefur allt félagsfólk sem greitt hefur árgjald fyrir 2023 en tekið er á móti framboðum á tölvupóstfanginu transparency@transparency.is (Nafn, Kennitala, Sími, Ferilskrá og útlistun á hagsmunum ásamt yfirlýsingu um framboð) fyrir lok dags 29.09.2023. Framboðslisti verður sendur til félagsfólks og birtur á vef Íslandsdeildar að framboðsfresti loknum.

Dagskrá aðalfundar hefst á ávarpi áður en hefðbundin aðalfundarstörf hefjast.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og reikningar
3. Stefnuskrá og starfsáætlun til næsta aðalfundar
4. Kjör stjórnar
5. Kjör skoðunarmanns reikninga félagsins.
6. Önnur mál

Að loknum aðalfundarstörfum hefst opinn fundur með gestum, spjalli og góðum félagsskap. Boðið verður upp á súpu og brauð.