Siðareglur starfsmanna ríkisins taki mið af fjölþjóðlegum skuldbindingum Íslandsum varnir gegn spillingu

Íslandsdeild Transparency International þakkar fyrir tækifærið til umsagnar um mál nr. 245/2023,  Mál nr. S-2/2024 – Drög að almennum siðareglum starfsfólks ríkisins. Íslandsdeild telur mikilvægt að reglurnar verði sérstaklega rýndar m.t.t. fjölþjóðlegra skuldbindinga hvað varaðr varnir gegn spillingu, s.s. samningi SÞ gegn spillingu sem íslensks ríkið skuldbatt sig til aðf rammfylgja með fullgildingu hans árið 2011. Í samningnum er m.a. fjallað um siðareglur í 8. gr. Einnig mætti vísa til heimsmarkmiðs 16.5 „Dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“

8. gr. samnings SÞ gegn spillingu: „Siðareglur opinberra embættismanna.

1. Í því skyni að berjast gegn spillingu skal hvert samningsríki, meðal annars, ýta undir ráðvendni, heiðarleika og ábyrgðartilfinningu meðal opinberra embættismanna í samræmi við grundvallarreglur réttarkerfis síns.

2. Hvert samningsríki skal einkum leitast við að beita, innan eigin stofnana- og réttarkerfis, siðareglum eða viðmiðunum um háttsemi í því skyni að opinberum störfum verði sinnt með sóma og á réttan og viðeigandi hátt.

3. Við framkvæmd ákvæða þessarar greinar skal hvert samningsríki, eftir því sem við á og í samræmi við grundvallarreglur réttarkerfis síns, taka mið af frumkvæði svæðisbundinna stofnana, millisvæðastofnana og fjölþjóðlegra stofnana í þessu efni, s.s. alþjóðlegum siðareglum opinberra embættismanna sem eru í viðaukanum við ályktun allsherjarþingsins nr. 51/59 frá 12. desember 1996.

4. Enn fremur skal hvert samningsríki, í samræmi við grundvallarreglur landslaga sinna, taka til skoðunar að gera ráðstafanir og koma á fyrirkomulagi sem auðveldar opinberum embættismönnum að tilkynna viðeigandi yfirvöldum um spillingu ef þeir verða varir við slíka háttsemi við skyldustörf.

5. Hvert samningsríki skal, eftir því sem við á og í samræmi við grundvallarreglur landslaga sinna, leitast við að gera ráðstafanir og koma á fyrirkomulagi sem skyldar opinbera embættismenn til að gefa viðeigandi yfirvöldum yfirlýsingar, m.a. um alla aðra starfsemi sem þeir stunda, önnur störf, fjárfestingar, fjármuni, umtalsverðar gjafir eða hagnað sem kann að valda hagsmunaárekstrum vegna starfa þeirra sem opinberir embættismenn.

6. Hvert samningsríki skal, í samræmi við grundvallarreglur landslaga sinna, taka til skoðunar að beita opinbera embættismenn refsiviðurlögum eða grípa til annarra ráðstafana gegn þeim brjóti þeir reglur eða hafi að engu viðmiðanir sem hafa verið settar í samræmi við þessa grein.“