Stjórn félagsins

Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi, ár hvert.

Nú er stjórn félagsins skipuð eftirtöldum einstaklingum:

Jóhann Hauksson, formaður
Borghildur Sturludóttir, gjaldkeri
Edda Kristjánsdóttir
Halldór Ó. Zoega
Þorbjörg Marinósdóttir
Indriði H. Þorláksson

Fyrir almennar fyrirspurnir: transparency „at“ transparency.is


Nánari upplýsingar um stjórnarmeðlimi

Jóhann Hauksson, fyrrum blaðamaður og upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.


Starfsferill Jóhanns Haukssonar hefur að mestu verið hjá fjölmiðlum. Eftir háskólanám í félagsvísindum kenndi hann í ein fimm ár við MH. Hann var fréttarmaður á RÚV í 20 ár eða svo frá 1987, dagskrárstjóri þar í þrjú ár og yfirmaður svæðisstöðva. Eftir 2005 vann hann sem blaðamaður og fréttastjóri einkum hjá Fréttablaðinu og DV. Nærri tvö ár var hann upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann býr nú í Danmörku með konu sinni Ingveldi G. Ólafsdóttur. Jóhann hefur gefið út eitt og annað, skrifaði meðal an nars Þræði valdsins eftir bankahrunið, bók um spillingu á Íslandi. Hann hefur að undanförnu unnið að þýðingu á heimspekiriti sem kemur út á næstu dögum.


Jóhann á tvö börn, Sigtrygg Ara ljósmyndara og Erlu sem kennir jóga og er í fjalla ferðabransanum.



Edda Kristjánsdóttir, þjóðréttarfræðingur


Edda er Hafnfirðingur að uppruna en hefur búið og starfað erlendis síðan 1992, aðallega í New York og Hollandi. Hún lauk lögfræðiprófi (J.D.) frá New York University School of Law 1998 og hóf lögfræðiferil sinn á lögmannsstofu í New York, en áhugi á þjóðarétti leiddi til flutninga til Hollands 2001, þar sem hún var aðstoðarmaður dómara hjá Alþjóðadómstólnum í Haag og fulltrúi hjá Alþjóðagerðardómnum, og sérhæfði sig í regluverki fyrir fjöldakröfur fórnarlamba mannréttindabrota. Frá 2006 vann Edda í rúman áratug við kennslu og fræðastörf hjá þjóðaréttardeild Amsterdam háskóla, þar sem hún hafði aðalumsjón með gerð netgagnagrunns fyrir Oxford University Press, um beitingu þjóðaréttar í landsrétti í yfir 70 löndum (International Law in Domestic Courts – ILDC). Síðustu ár hefur Edda starfað sem sjálfboðaliði fyrir flóttamannasamtökin Vluchtelingenwerk í Haarlem, Hollandi og fyrir Gagnsæi – samtök gegn spillingu frá stofnun þeirra. Hún er nýtekin við ritstjórn (e. managing editor) Árbókar um lagasetningar Sameinuðu Þjóðanna, gefna út af Max Planck Foundation for International Peace and the Rule of Law í Heidelberg, Þýskalandi.


Halldór Ó. Zoega, verkfræðingur og stjórnsýslufræðingur.


Halldór er með skipstjórnarmenntun frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, verkfræðingur frá Háskólanum í Álaborg og er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Hann hefur m.a. stundað sjómennsku, starfað sem forstöðumaður matvælaeftirlitssviðs Fiskistofu og unnið að verkefnum á sviði þróunarsamvinnu í Namibíu, Grænhöfðaeyjum, Sri Lanka og fleiri löndum. Hann starfaði einnig sem fjármálastjóri hjá Keili og á Félagsvísindasviði HÍ og hefur einnig sinnt ráðgjöf við sjávarútvegsfyrirtæki. Halldór er nú deildarstjóri Mannvirkjadeildar hjá Samgöngustofu

Halldór hefur verið félagi í Gagnsæi frá stofnun samtakanna og var um tíma í stjórn Amnesty International.


Þorbjörg Marinósdóttir, atvinnurekandi og fyrrum ritstjóri DV


Þorbjörg er fyrrverandi ritstjóri DV. Hún fjölmiðlafræðingur að mennt og með mastersgráðu í verkefnastjórnun. Hún hefur einnig skrifað fjölda bóka, stýrt sjónvarpsþáttum, starfað í útvarpi og á fjölmiðlum svo sem Séð og Heyrt, SkjáEinum þar sem hún sat í framkvæmdastjórn og starfaði á Morgunblaðinu.