Stjórn félagsins

Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi, ár hvert.

Nú er stjórn félagsins skipuð eftirtöldum einstaklingum:

Guðrún Johnsen, formaður
Geir Guðmundsson, gjaldkeri
Edda Kristjánsdóttir
Ágústa Ýr Þorbergsdóttir
Engilbert Guðmundsson
Halldór Ó Zoega

Fyrir almennar fyrirspurnir: transparency „at“ transparency.is


Nánari upplýsingar um stjórnarmeðlimi

Guðrún Johnsen

Guðrún

BA-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999.MA-próf í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum,

MA-próf í tölfræði frá University of Michigan, Ann Arbor

Guðrún er lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Frá 2009 til 2010 starfaði Guðrún sem rannsakandi hjá rannsóknarnefnd Alþingis þar sem hún leitaði orsaka og atburða sem leiddu til falls íslenska bankakerfisins árið 2008. Hún var lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006 til 2013. Á árunum 2004 til 2006 starfaði Guðrún sem sérfræðingur í fjármálakerfisdeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún var aðstoðarkennari og aðstoðarmaður í rannsóknum hjá University of Michigan, Ann Arbor frá 2002 til 2003. Guðrún starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA) á árunum 1999 til 2001 og hjá Norræna fjárfestingarbankanum á árunum 1998-1999.

Hún hefur setið í stjórn Arion banka frá árinu 2010, sem varaformaður.  Áður sat hún í stjórn Rekstrarfélags MP Fjárfestingarbanka hf. Guðrún er meðeigandi og stjórnarformaður ÞOR – Þróunar og rannsókna ehf.

Um langt skeið hefur Guðrún hefur haft áhuga á áhrifum heilbrigðra viðskiptahátta, skilvirkni fjármálamarkaða og tengsl þeirra við hagsæld.  Hún hefur m.a. stundað rannsakir á tengsl á viðhorfum til spillingar og viðskiptakostnaðar, hvatakerfum og bankakerfum.

Nýlega kom út bók eftir hana um íslenska bankahrunið, Bringing Down the Banking System, sem gefin var út af Palgrave-Macmillan í Bandaríkjunum.

Þá má finna greinar eftir Guðrúnu og meðhöfunda hennar á þessari síðu

 

Geir Guðmundsson

Geir er stúdent frá MR og hefur lokið prófi í verkfræði frá HÍ auk viðbótarnáms og rannsóknavinnu við Tækniháskólann í Karlsruhe, Þýskalandi (nú KIT).

Geir hefur starfað sem verkfræðingur og verkefnistjóri á sviði nýsköpunar og tækniþróunar undanfarin 30 ár á fjölmögrum sviðum eins og hugbúnaðarþróun, orkumálum, hönnun stoðtækja, heilbrigðistækni, sjálfvirki, umhverfismálum, veiðarfæraþróun, ráðgjafar til sprotafyrirtækja, gróðurhúsatækniþróunar, stýri- og mælitækni, framleiðslutækni o.fl.

Undanfarin 13 ár hefur hann unnið sem verkefnistjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og 10 ár þar á undan á Iðntæknistofnun. Á þeim árum hefur hann stjórnað fjölmörgum rannsóknar- og þróunarverkefnum, studdum að innlendum og erlendum samkeppnisjóðum.

Geir er ein af stofnendum og fyrrum formaður Stjórnarskrárfélagsins sem berst fyrir endurbótum á stjórnskipan Íslands og auknu lýðræði og borgararéttindum þ.a.m. auknu gagnsæi í stjórnsýslu. Auk þess hefur hann gengt trúnaðarstörfum fyrir Verkfræðingafélag Íslands, setið í nefndum á vegum hins opinbera og veit stjórnvöldum ráðgjöf á svið orkumála, gengt stöðu trúnaðarmanns á vinnustað og setið í kjarasamninganefnd VFÍ við ríkið.

Geir hefur verið félagi í Gagnsæi frá stofnun og setið í stjórn frá 2019 sem gjaldkeri.

 

Edda Kristjánsdóttir

EddaJ.D., lögfræði, New York University School of Law, 1998. Doktorsnám í þjóðarétti, Amsterdam háskóla síðan 2010.

Edda er Hafnfirðingur að uppruna en hefur búið og starfað erlendis síðan 1992, aðallega í New York og Hollandi.

Hún hóf lögfræðiferil sinn á lögmannsstofu í New York en fékk áhuga á þjóðarétti og fluttist til Hollands, þar sem hún var aðstoðarmaður dómara hjá Alþjóðadómstólnum í Haag og fulltrúi hjá Alþjóðagerðardómnum.

Edda hefur einkum sérhæft sig í regluverki fyrir fjöldakröfur fórnarlamba mannréttindabrota.

Síðustu ár hefur hún starfað við kennslu og rannsóknir hjá þjóðaréttardeild Amsterdam háskóla, þar sem hún hafði umsjón með gerð gagnagrunns fyrir Oxford University Press, um beitingu þjóðaréttar í landsrétti í yfir 70 löndum.

Í gegnum árin hefur Edda lært að spilling er oftast ekki bara undirrót mannréttindabrota heldur stendur hún einnig víða í vegi fyrir réttlæti og umbótum og grefur jafnvel um sig innan alþjóðlegra hjálpar- og þróunarstofnana.

 

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir

Stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í Þjóðarétti frá University of Kent í Canterbury í Bretlandi. Ágústa starfaði um árabil hjá Uppbyggingarsjóði EFTA í Brussel en sjóðurinn rekur m.a. samstarfsverkefni með Berlínarskrifstofu Transparency International.

Ágústa starfar sem ráðgjafi í orku- og loftslagsmálum og fjármögnun verkefna í nýsköpun og endunrnýjanlegri orku.

Ágústa situr í stjórn Minningarsjóðs Brynju Bragadóttur, í stjórn foreldrafélags Ölduselsskóla og er fulltrúi foreldrafélaga í Íbúaráði Breiðholts.

 

Engilbert Guðmundsson

Ráðgjafi utanríkisráðuneytisins um þróunarmál og þróunarsamvinnu.

Frá 2011 til 2016 var hann framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, en áður en hann tók við því starfi var hann um skeið ráðgjafi og deildarstjóri hjá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leone. Frá 1998 til 2010 starfaði hann hjá Alþjóðabankanum, fyrstu 8 árin sem yfirmaður samvinnuverkefna þróunarbanka og síðan í 4 ár sem umdæmisstjóri bankans í Sierra Leone. Frá 1991 til 1998 var hann starfsmaður Norræna þróunarsjóðsins í Helsinki, fyrst sem verkefnastjóri en síðar aðstoðarforstjóri sjóðsins. Þar áður starfaði hann í Tansaníu fyrir dönsku þróunarsamvinnustofnunina, Danida, í 5 ár sem verkefnastjóri.

Áður en hann hóf störf við þróunarsamvinnu var hann kennari og aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskólann Vesturlands á Akranesi, sem og bæjarfulltrúi á Akranesi.

Engilbert er með BS og MS graður í viðskiptafræði og hagfræði frá Copenhagen Business School. Hann stundaði einnig framhaldsnám í þróunarhagfræði við University of East Anglía og nám í stjórnun fyrir yfirmenn hjá Alþjóðabankanum í Harvard Business School.

 

Halldór Ó Zoega

Halldór er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi, hef lokið varðskipadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík, er flugmaður, verkfræðingur frá Háskólanum í Álaborg og er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.

Frá því að hann auk Stýrimannaskólanum hef hann af og til starfað sem skipstjórnarmaður og vann í fjögur ár að sjávarútvegsmálum fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands, m.a. sem verkefnastjóri á Grænhöfðaeyjum og í Namibíu. Þá var hann forstöðumaður matvælaeftirlits Fiskistofu um langa hríð og starfaði sem fjármálastjóri Félagsvísindasviðs HÍ og Keilis. Halldór hefur unnið sem ráðgjafi í sjávarútvegsmálum á Íslandi auk þess að sinna ráðgjafastörfum í þróunarmálum á Sri Lanka, í Namibíu og í Mósambík.

Síðustu ár hefur Halldór starfað sem deildarstjóri mannvirkjadeildar á Mannvirkja- og leiðsögusviði Samgöngustofu, þar sem hann hefur m.a. verið fulltrúi Íslands í ýmsum nefndum og hópum á vettvangi ESB, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA) og fleiri alþjóðlegra samtaka.

Halldór hefur verið félagi í Gagnsæi frá stofnun, 2015.