Skráning í samtökin

Með því að gerast félagi í Íslandsdeild TI samþykki ég að halda í heiðri eftirfarandi  „Sýn, Gildi og Leiðarljós Transparency International“ eins og þau voru samþykkt á ársfundi samtakanna í Prag í október 2001.  Ég lýsi því einnig yfir að ég er aðili að Íslandsdeild TI sem einstaklingur, en ekki sem fulltrúi fyrirtækis, félags eða stofnunar.  Yfirlýsinguna má sjá á ensku hér

Yfirlýsing um sýn, grundvallargildi og leiðarljós Transparency International

Sýn okkar
Heimur þar sem stjórnsýsla, stjórnmál, viðskipti, borgaralegt samfélag og hversdagslíf fólks er laust við spillingu.

Grundvallargildi okkar

 • Gagnsæi
 • Áreiðanleiki
 • Heilindi
 • Samstaða
 • Hugrekki
 • Réttlæti
 • Lýðræði

Leiðarljós okkar
Við erum borgarahreyfing sem hefur í heiðri eftirfarandi leiðarljós:

 1. Við munum vinna að því að mynda og efla samstöðu um baráttu gegn spillingu og leggja okkur fram um samstarf við einstaklinga, fyrirtæki, félög, stofnanir, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sem vinna af einlægni gegn spillingu. Við lútum einungis stefnu og forgangsröðun hreyfingarinnar sjálfrar.
 2. Við munum leitast við að starfa opinskátt, heiðarlega og áreiðanlega gagnvart samstarfsaðilum okkar og innbyrðis gagnvart hvert öðru.
 3. Starfshættir okkar eru lýðræðislegir og óhlutdrægir og við störfum ekki í þágu einstakra hagsmunaaðila eða stjórnmálaafla.
 4. Við munum fordæma mútur og spillingu af fyllstu hörku og hugrekki hvar sem sýnt er fram á slíkt á óyggjandi hátt.
 5. Afstaða okkar mun ráðast af traustri, hlutlægri og faglegri greiningu hverju sinni og við gerum ítrustu kröfur til þeirra rannsókna sem við byggjum á.
 6. Við þiggjum ekki fjárstuðning sem getur á nokkurn hátt dregið úr getu okkar til að takast á við viðfangsefnin af fyllsta heiðarleika, vandvirkni og hlutlægni.
 7. Við munum upplýsa þá aðila sem starfsemi okkar varðar fljótt og nákvæmlega um aðgerðir okkar.
 8. Við virðum persónufrelsi og mannréttindi og hvetjum aðra til hins sama.
 9. Við leggjum okkur fram um gott samstarf við önnur aðildarfélög Transparency International hreyfingarinnar um allan heim.
 10. Við munum leitast við að tryggja jafnvægi í stjórn okkar og að stjórnendahópurinn sé fjölbreytilega samansettur.
 11. Við erum hluti af heimshreyfingu og högum starfi okkar þannig að við stuðlum að samstöðu og sköðum ekki önnur aðildarfélög hreyfingarinnar.

Samþykkt á aðalfundi aðildarfélaga Transparency International í Prag, 6. október 2001 og endurnýjað á aðalfundi aðildarfélaga Transparency International á Balí, 28. október 2007 og á aðalfundi aðildarfélaga Transparency International í Berlín, 16. október 2011.

Árgjald samtakanna er 5.500 kr og gíróseðill kemur í netbanka fljótlega eftir skráningu.

Ef þú vilt styrkja samtökin um aðra upphæð en árgjaldið þá smelltu hér.

Með fyrirfram þökk,
Stjórn Íslandsdeildar TI

Skrá mig í Íslandsdeild TI