Samstarf Transparency á Íslandi og Slóvakíu

Undanfarið hafa Íslandsdeild og Transparency International Slovensko átt gott samstarf vegna tilrauna til aukinnar gagnaöflunar. Slóvakíudeild Transparency hefur um nokkuð skeið haldið úti vefnum ‘Hver á Slóvakíu’ þar sem ferðaþjónusta í landinu er til umfjöllunar.

Íslandsdeild hefur hug á að kortleggja eignarhald og viðskipti með þróunar- og uppbyggingareiti til húsnæðisuppbyggingar. Verkefnið snýr að samstarfi og lærdóm milli deilda um hvort og þá hvernig mögulegt sé fyrir samtök eins og okkar að nýta opinber gögn til að skoða áhrifaþætti og verðmyndun á lóðum sem ýtir uppi verði á húsnæði.

Með samstarfi deildanna var aðgangur að gögnum á Íslandi skoðaður og þá sérstaklega hvort auðveldlega mætti skrapa gögn líkt og hægt er í Slóvakíu. Niðurstaða Íslandsdeildar er að flókið sé að sjálfvirknivæða gagnagrunn um þær upplýsingar sem deildin hefði mestan áhugan á að finna. Það er verðmyndun og viðskipti með þróunarreiti á höfuðborgarsvæðinu á meðan og eftir að skipulagi og byggingarétt er breytt og svo þau áhrif á verðmyndun húsnæðis. Það verður þó ekki til þess að hægt sé að vinna að auknu gagnsæi er varðar fasteignir, land og þróunarreiti.

Íslandsdeild þakkar Slóvakíudeild Transparency fyrir góða formennsku í samstarfi deildanna. Who Owns Slovakia er dæmi um ótrúlegan dugnað og framlag Slóvakíu til aukins gagnsæis.

Verkefnið er styrkt af EEA and Norway Grants.