Stjórn félagsins

Stjórn Íslandsdeildar 2023/2024 skipa:

Þorvaldur Logason, formaður
Jóhann Hauksson, varaformaður
Sigurður Pétursson, gjaldkeri
Hallfríður Þórarinsdóttir
Juan José Colorado Valencia

Þorvaldur Logason– formaður Íslandsdeildar
Þorvaldur er heimspekingur með meistarapróf í félagsfræði og sérhæfingu í rannsóknum á spillingu. Lokaritgerð Þorvalds í heimspeki greinir vísindaheimspekina á bak við spillingarásýndarlista Transparency, Corruption Perception Index (CPI). Meistarprófsritgerðin fjallar um elítuspillingu á Íslandi. Árið 2023 gaf hann út bókina Eimreiðarelítan sem rannsakaði þá tilgátu að elítuspilling í æðsta stjórnkerfi landsins hafi verið orsök Hrunsins á Íslandi árið 2008.

Þorvaldur hefur víðtæka reynslu í gagnagreiningu og margvíslegum hugbúnaðarmálum ásamt 10 ára reynslu í auglýsinga- og markaðsmálum sem textagerðarmaður. Hann hefur skrifað fjölda greina um stjórnmál, sumpart sem sjálfstæður blaðamaður, og tekið virkan þátt í umræðu um spillingu.

Útlistun hagsmuna:

  • Er óflokksbundinn og hefur aldrei gegnt embættum fyrir stjórnmálasamtök. Á Steinason ehf. bókaútgáfu að hálfu á móti sambýliskonu.
S

Sigurður Pétursson

Sigurður Pétursson f. 13.6.1958 á Ísafirði. Lögheimili Skólatún 3B, 840 Laugarvatni.

Stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði 1978, BA próf frá Háskóla Íslands 1984 í sagnfræði og mannfræði, Magisterpróf frá HÍ 1990 í sagnfræði. Uppeldis- og kennsluréttindi frá Menntavísindadeild HÍ 2002. Kennari við Gagnfræðaskólann á Húsavík 1979-1980. Kennari í sögu og félagsgreinum við Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1990-1991, Verslunarskólann í Reykjavík 1998-2001, Menntaskólann á Ísafirði 2001-2006, Menntaskólann að Laugarvatni 2018-2025. Stefnuvottur í Reykjavík 1989-2000. Sjálfstætt starfandi sagnfræðingur 2006-2017.

Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ 2006-2014. Stjórnarmaður í Fjórðungssambandi Vestfirðinga.  Formaður Bygginganefndar hjúkrunarheimilis á Ísafirði 2014-2015. Stjórnarformaður Innheimtustofnunar sveitarfélaga 2007-2019. Varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 2007-2009.

Hagsmunatengsl:

Stjórnarmaður (gjaldkeri) í Act Alone leiklistarhátíð á Suðureyri frá 2014. Meðstjórnandi og meðeigandi Lausnarsteins ehf., kt. 500622-0830. Tilgangur félagsins er fræðslustarfsemi og rekstur fasteignar. Gegnir ekki embætti eða störfum fyrir stjórnmálaflokk.

Hallfríður Þórarinsdóttir

Hallfríður hefur frá 2019 verið framkvæmdastjóri: Mirru, fræðslu- og rannsóknarseturs. Mirra – www.mirra.is – vinnur að rannsóknum á innflytjendum og margmenningu á Íslandi auk fræðslu og ráðgjafar um sama efni. Hallfríður er með doktorspróf (Ph.D.) í menningarmannfræði (Cultural Anthropology)frá The New School of Social Research í New York. Titill doktorsritgerðar Hallfríðar er: Hreinleiki og vald: hreinleikastefna í íslenskri þjóðernishyggju og þjóðarímynd („Purity and Power: the Policy of Purism in Icelandic Nationalism and National Identity“).
Auk faglegrar þekkingar á fjöl/margmenningu og þeim áskorunum og auði, sem henni fylgja hefur Hallfríður líka reynslu af búsetu í Frakklandi og Svíþjóð ásamt búsetu vestan hafs að ógleymdri búsetu víðsvegar á landsbyggðinni. Þessa reynslu telur hún ómetanlega í starfi sínu. Hún er lundlétt, skapgóð, hrein bein í samskiptum og óhrædd við gagnrýna hugsun. Dr. Hallfríður hefur iðulega verið afar virk í hverskonar félagsstarfi einkum því, sem miðar að réttlátara og betra samfélagi. Hún á sér fjölmörg áhugamál m.a. ferðalög, útivist, bóklestur og margt fleira.

Útlistun hagsmuna: Hallfríður situr í framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins. Hún er auk þess félagi í nokkrum félögum, s.s. Amnesty Int., Neytendasamtökunum, Skógræktarfélögum (RVK og landsins), svo eitthvað sé nefnt.

Curriculum-Vitae-dr.-Hallfrídur-THórarinsdóttir-september-2023-1Download

Jóhann Hauksson

Fyrrverandi formaður Gagnsæis, Transparency International Iceland. Starfsferill Jóhanns Haukssonar hefur að mestu verið hjá fjölmiðlum. Eftir háskólanám í félagsvísindum kenndi hann í ein fimm ár við MH. Hann var fréttarmaður á RÚV í 20 ár eða svo frá 1987, dagskrárstjóri þar í þrjú ár og yfirmaður svæðisstöðva. Eftir 2005 vann hann sem blaðamaður og fréttastjóri einkum hjá Fréttablaðinu og DV. Nærri tvö ár var hann upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann býr nú í Danmörku með konu sinni Ingveldi G. Ólafsdóttur. Jóhann hefur gefið út eitt og annað, skrifaði meðal an nars Þræði valdsins eftir bankahrunið, bók um spillingu á Íslandi. Hann hefur að undanförnu unnið að þýðingu á heimspekiriti sem kemur út á næstu dögum.

Jóhann á tvö börn, Sigtrygg Ara ljósmyndara og Erlu sem kennir jóga og er í fjalla ferðabransanum.

Útlistun hagsmuna: Jóhann gegnir ekki embætti i stjórnmálaflokki en var eins og að ofan er nefnt áður upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Juan José Colorado Valencia

Juan Colorado er með BA-gráðu í alþjóðasamskiptum með aukagrein í asískum fræðum og meistaragráðu í alþjóðamálum. Akademískur fókus hans hefur verið á góða stjórnsýslu, hlutverk borgaralegs samfélags og öryggi. Upprunalega frá Bogotá í Kólumbíu hefur Juan tekið virkan þátt í sjálfboðastarfi á Íslandi, sérstaklega í málefnum flóttafólks og bættum menntatækifærum fyrir innflytjendur. Meistararitgerð hans fjallar um spillingu sem þjóðaröryggisógn fyrir Ísland og inniheldur eigindlegt áhættumat á spillingartengdum öryggisáhyggjum og mögulegum víðtækum áhrifum þeirra á ríkisrekstur, seiglu og velferð samfélagsins. Árið 2024, með stuðningi Norðurlandaráðs, sótti Juan Transparency International School on Integrity í Vilníus, sem er öflug þjálfun í spillingarvörnum fyrir framtíðarleiðtoga. Áhugi hans á stjórnsýslu og gagnsæi heldur áfram að móta fræðileg og fagleg verkefni hans.

Útlistun hagsmuna: Juan gegnir ekki embætti i stjórnmálaflokki.