Stjórn félagsins

Stjórn Íslandsdeildar 2023/2024 skipa:

Árni Múli Jónasson, formaður
Sigurborg Haraldsdóttir, varaformaður
Hilmar Hildar Magnúsar
Jóhann Hauksson
Borghildur Sturludóttir
Jared Bibler
Hallfríður Þórarinsdóttir

Árni Múli Jónasson – formaður Íslandsdeildar
Árni hefur lengi unnið að mannréttindamálum, sem framkvæmdastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp frá 2015, hjá Rauða krossinum á Íslandi og Íslandsdeild Amnesty International, m.a. sem formaður stjórnar deildarinnar. Hann starfaði um skeið að málefnum fiskveiðistjórnunar, m.a. sem aðstoðarfiskistofustjóri og Fiskistofustjóri. Árni hefur einnig verið bæjarstjóri og skrifstofustjóri í ráðuneyti og hjá sveitarfélagi. Þá starfaði hann um tíma hjá umboðsmanni Alþingis.

Árni Múli er með meistarapróf (LL.M.) í alþjóðlegum mannréttindum og mannúðarlögum frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Í meistararitgerð hans, „International Law against Corruption – An Icelandic Perspective“, er m.a. fjallað um hvernig spilling grefur undan mannréttindum fólks og hvernig virðing fyrir mannréttindum vinnur gegn spillingu. Árni lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og hlauti leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1995. Hann er jafnframt með B.A.-próf íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands.
Árni var framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, í hlutastarfi, um skeið árið 2021. Hann er nú framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Útlistun hagsmuna:

  • Ég var í fyrsta sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum árið 2013 og var um skeið á árinu 2015 ráðgjafi þingflokks Bjartrar framtíðar.
  • Ég var í síðasta sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi árið 2016.
  • Þá var ég í 2. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum 2021 og er félagi í flokknum en hef ekki verið virkur í flokksstarfi frá kosningunum 2021.
  • Ég er styrktaraðili Íslandsdeildar Amnesty International og er sennilega skráður í Rauða krossinn á Íslandi og Samtök hernaðarandstæðinga.

ÁMJ-CV-sept.-2023Download

Sigurborg Haraldsdóttir framboð til varaformanns

Sigurborg Ósk er menntuð í landslagsarkitektúr og borgarskipulagsfræði. Hún hefur starfað við kennslu á háskólastigi, á arkitektastofu og í stjórnmálum þar sem hún sat í borgarstjórn frá 2018 til 2021. Hún var formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og vann meðal annars að húsnæðisuppbyggingu og við öll mikilvægustu umhverfismál sveitarfélaga. Sigurborg var á sama tíma formaður Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins. Hún sat í Skipulagsmálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og var stjórnarmaður í stjórn Faxaflóahafna. Sigurborg var einnig varaformaður Umhverfis- og heilbrigðisráðs og sat í innkauparáði Reykjavíkurborgar. Sigurborg er búsett með fjölskyldu á Húsavík.

Útlistun hagsmuna:

Ég hef verið virk í starfi Pírata frá 2014 og sat í Borgarstjórn fyrir hönd Pírata frá 2018 til 2021. Núna sit ég ekki í neinni stjórn annarri en fyrirtæki eiginsmanns míns sem starfar aðallega við sjúkraþjálfun.

SigurborgCVDownload


Hilmar Hildar Magnúsar

Hilmar býr í Reykjavík en er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann hefur BA gráðu í arkitektúr frá Arkitektskolen i Aarhus og MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hilmar hefur unnið við ýmislegt um ævina, s.s. fiskvinnslu, gestamóttöku, ræstingar og þjónsstörf. Hann vann lengi á arkitektastofum og til skamms tíma hjá utanríkisráðuneytinu. Hilmar hefur starfað á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara síðan 2012, m.a. við lýðræðisþróun og alþjóðamál, og er í dag verkefnastjóri húsnæðis- og alþjóðamála í atvinnu- og borgarþróunarteymi. Hilmar syngur í kór og spilar á píanó og hefur mikinn áhuga á samfélags-, stjórnmálum, listum og menningu. Hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit og árið 2019 skrifaði hann, flutti og framleiddi eigin útvarpsþætti um arkitektúr og vopnuð átök fyrir Rás 1. Hilmar á einn 10 ára son.

Útlistun hagsmuna:

Verkefnastjóri húsnæðis- og alþjóðamála í atvinnu- og borgarþróunarteymi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. (2021 – )
Utan stjórnmálaflokka síðan 2013 en þar áður um nokkurra ára skeið félagi í Samfylkingunni. Stýrði kosningabaráttu fyrir flokkinn á norðanverðum Vestfjörðum við Alþingiskosningarnar 2009 og kosningabaráttu Í-listans, sameiginlegs framboðs Samfylkingar, VG, Frjálslynda flokksins og óháðra við sveitarstjórnarkosningar í Ísafjarðarbæ 2010. Bæjarfulltrúi fyrir Fönklistann í Ísafjarðarbæ á árunum 1996-97. Félagi í nokkrum frjálsum félagasamtökum, þ.m.t. Íslandsdeild Transparency International, og setið í stjórn og gegnt öðrum trúnaðarstörfum fyrir Samtökin ’78, þar af formennsku á árunum 2014-16. Athafnastjóri hjá Siðmennt síðan 2018. Hvorki í stjórnum félaga né fyrirtækja. Helstu fjárhagslegu verðmæti eru fasteign í Reykjavík og hlutur í jarðarskika í Skálavík vestari á Vestfjörðum.

Hallfríður Þórarinsdóttir

Hallfríður hefur frá 2019 verið framkvæmdastjóri: Mirru, fræðslu- og rannsóknarseturs. Mirra – www.mirra.is – vinnur að rannsóknum á innflytjendum og margmenningu á Íslandi auk fræðslu og ráðgjafar um sama efni. Hallfríður er með doktorspróf (Ph.D.) í menningarmannfræði (Cultural Anthropology)frá The New School of Social Research í New York. Titill doktorsritgerðar Hallfríðar er: Hreinleiki og vald: hreinleikastefna í íslenskri þjóðernishyggju og þjóðarímynd („Purity and Power: the Policy of Purism in Icelandic Nationalism and National Identity“).
Auk faglegrar þekkingar á fjöl/margmenningu og þeim áskorunum og auði, sem henni fylgja hefur Hallfríður líka reynslu af búsetu í Frakklandi og Svíþjóð ásamt búsetu vestan hafs að ógleymdri búsetu víðsvegar á landsbyggðinni. Þessa reynslu telur hún ómetanlega í starfi sínu. Hún er lundlétt, skapgóð, hrein bein í samskiptum og óhrædd við gagnrýna hugsun. Dr. Hallfríður hefur iðulega verið afar virk í hverskonar félagsstarfi einkum því, sem miðar að réttlátara og betra samfélagi. Hún á sér fjölmörg áhugamál m.a. ferðalög, útivist, bóklestur og margt fleira.

Útlistun hagsmuna: Hallfríður situr ekki í neinni stjórn eins og er. Hún er félagi í nokkrum félögum, s.s. Amnesty Int., Neytendasamtökunum, Skógræktarfélögum (RVK og landsins), Sósíalistaflokknum svo eitthvað sé nefnt.

Curriculum-Vitae-dr.-Hallfrídur-THórarinsdóttir-september-2023-1Download

Jared Biebler

Jared hefur starfað í Bandaríkjunum, Ísland og Sviss sem vélaverkfræðingur, forritari, viðskiptafræðingur, eignastjóri, og rannsóknarmaður. Hann var eitt af fyrstum rannsóknarmönnum hjá FME eftir 2008-kreppunni. Bókin hans Iceland’s Secret segir frá þessum tíma. Í dag starfar hann fyrir eigið fyrirtæki sitt, Kötlu AG, í Bern.

Útlistun hagsmuna:
– Eigandi Kötlu AG (Hf.) — ráðgjafafyrirtæki í Bern (Sviss) — starfar þar

Jared-E-Bibler-CFA-09-2023Download

Jóhann Hauksson

Fyrrverandi formaður Gagnsæis, Transparency International Iceland. Starfsferill Jóhanns Haukssonar hefur að mestu verið hjá fjölmiðlum. Eftir háskólanám í félagsvísindum kenndi hann í ein fimm ár við MH. Hann var fréttarmaður á RÚV í 20 ár eða svo frá 1987, dagskrárstjóri þar í þrjú ár og yfirmaður svæðisstöðva. Eftir 2005 vann hann sem blaðamaður og fréttastjóri einkum hjá Fréttablaðinu og DV. Nærri tvö ár var hann upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann býr nú í Danmörku með konu sinni Ingveldi G. Ólafsdóttur. Jóhann hefur gefið út eitt og annað, skrifaði meðal an nars Þræði valdsins eftir bankahrunið, bók um spillingu á Íslandi. Hann hefur að undanförnu unnið að þýðingu á heimspekiriti sem kemur út á næstu dögum.

Jóhann á tvö börn, Sigtrygg Ara ljósmyndara og Erlu sem kennir jóga og er í fjalla ferðabransanum.