TI Iceland er án framkvæmdastjóra sem stendur en brýn nauðsyn er á að safna fjármagni og kröftum til að ráða fastan starfsmann aftur. Verkefni eru umfangsmikil.
Samtökin Transparency International voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein stærstu alþjóðlegu samtökin sem vinna að heilindum í stjórnsýslu og viðskiptalífi og berjast fyrir lagalegum úrræðum og vitundarvakningu til að draga úr spillingu.