Íslandsdeild TI er félag sem starfar á Íslandi og er opið öllum sem hafa áhuga á að efla gagnsæi í íslensku þjóðfélagi og að vinna að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta.
Hver erum við?
Íslandsdeild TI eru félagasamtök fólks sem vill berjast gegn spillingu í öllum grunnstoðum samfélagsins. Félagið hefur stöðu landsdeildar í mótun (e. chapter in formation) hjá Transparency International en stefnt er að fullri aðild snemma á árinu 2021.
Hvað erum við ekki?
Íslandsdeild TI er ekki fjölmiðill, ekki opinber eftirlitsaðili, ekki stjórnmálahreyfing.
Grunngildi Íslandsdeildar TI
Grunngildi félagsins eru: gagnsæi, heilindi, samstaða, hugrekki, réttlæti og lýðræði.