Gagnsæi sækir um aðild að Transparency International
Gagnsæi samtök gegn spillingu voru formlega skráð þann 30. desember 2014, með kennitölu og lögheimili. Tilgangur samtakanna er að vinna gegn spillingu í samfélaginu með margvíslegum hætti, en einkum stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á einkennum spillingar, aðstæðum sem leitt geta til spillingar og afleiðingum spillingar.
Samtökin hafa sótt um aðild að Transparency International sem Íslandsdeild samtakanna en þau samtök berjast gegn spillingu á heimsvísu.
Fara á síðu Transparency International hér