Fagna tillögu um að auglýsa sendiherrastöður
Samtökin Gagnsæi fagna tillögu Ríkisendurskoðunar um að sendiherrastöður verði framvegis auglýstar opinberlega til að stuðla að auknu gagnsæi og jafnræði við skipanir í stöður sendiherra. Brýnt er að fólk sem sinnir utanríkisstörfum fyrir Íslands hönd hafi þá menntun og reynslu er starfið krefst. Ekki er síður mikilvægt að íslenskur almenningur geti treyst því að sendifulltrúar og sendiherrar landsins gangi erinda þjóðarinnar allrar en ekki einstakra stjórnmálaflokka.
Frétt um málið á RÚV hér
Frétt um málið á Kjarnanum hér
Ríkisendurskoðun hér