Vandræði á toppnum – Sameiginleg yfirlýsing norrænna aðildarfélaga Transparency International


 

Trouble at the Top

Joint Statement by the Nordic chapters of Transparency International

at the 26th Annual Membership Meeting of the TI movement

Berlin, 17 November 2019

Íslensk þýðing neðar

The Nordic countries—Denmark, Finland, Greenland, Iceland, Norway and Sweden—have traditionally enjoyed a low corruption perception. All but Greenland, which is not yet ranked, have consistently scored high on Transparency’s annual Corruption Perception Index (CPI). The tide is now turning: the Nordics’ reputation for good governance and business integrity is repeatedly being challenged.

Truth

On 12 November, it was reported that an Icelandic fishing conglomerate (Samherji) has been bribing Namibian public officials for many years with impunity. A Norwegian bank, DNB, appears to have facilitated the transfer of substantial sums of money as part of this scheme. This is unacceptable, but it is not the first scandal within the financial sectors of the Nordics, most recently Sweden and Denmark. The world community is thus once again reminded that Nordic countries are not adequately performing their international commitments or even their own stated values. As a result, they are now seen as exporters of corruption.

Trust

In order to be worthy of trust, it is up to Nordic policy makers, business communities and civil societies to hold themselves to the highest standards. They must put in place policies to detect and investigate corrupt acts, protect whistleblowers, enforce the relevant laws already on their books, and fill any existing gaps in their implementation of international anti-corruption standards. As members of the TI movement, we strongly urge the Icelandic and Norwegian authorities to cooperate fully with Namibia in the investigation of the Samherji case.

Transparency

At the launch of the most recent CPI in January 2019, the paradox of the Nordics was already highlighted. If these privileged countries want to fight against corruption and contribute towards meeting the UN Sustainable Development Goals, they must take a hard look at what their public and private sectors are up to, wake up to their responsibility, and live up to their good reputation or lose it.

_______

TI Denmark

TI Finland

TI Greenland

TI Iceland

TI Norway

TI Sweden

 


Vandræði á toppnum

Sameiginleg yfirlýsing norrænna aðildarfélaga Transparency International

á 26. aðalfundi aðildarfélaga TI

Berlín, 17. nóvember 2019

Norrænu löndin —Danmörk, Finnland, Grænland, Ísland, Noregur og Svíþjóð — hafa hingað til notið lágrar spillingarásýndar. Öll nema Grænland, sem er ekki ennþá mælt, skora því jafnan hátt á árlegu spillingarmati (e. Corruption Perception Index) Transparency International . Sá straumur er þó nú að snúast: orðspor norrænu ríkjanna um góða stjórnsýslu og heilindi í viðskiptum býður nú reglulega hnekki.

Sannleikur

Þann 12. nóvember voru fluttar fréttir af því að íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki, (Samherji) hefur stundað það í áraraðir og átölulaust að múta opinberum embættismönnum í Namibíu. Norskur banki, DNB, virðist hafa átt aðild að því að færa til umtalsverðar peningaupphæðir sem þátttakandi í þessu braski. Þetta er óásættanlegt, en þetta er ekki fyrsta hneykslið innan fjármálageira norrænu ríkjanna, nú síðast Svíþjóðar og Danmerkur. Alþjóðasamfélagið er enn á ný minnt á það að norræn ríki eru ekki að standa nægilega vel við alþjóðlegar skuldbindingar sínar eða einu sinni við sín eigin yfirlýstu gildi. Afleiðingin af því er að nú er litið á þau sem útflytjendur spillingar.

Traust

Til þess að ávinna sér traust þá stendur það á Norrænum mótendum opinberrar stefnu, viðskiptasamfélögum þeirra sem og borgaralegum samfélögum að gera eins ríkar kröfur til sjálfra sín og kostur er á. Þau verða að innleiða ferla til þess að uppgötva og rannsaka spillta starfsemi, vernda uppljóstrara, fylgja eftir þeim lögum sem þau hafa nú þegar sett sér, og fylla í viðeigandi eyður í innleiðingu á alþjóðlegum stöðlum í spillingarvörnum. Sem aðilar að hreyfingunni TI hvetjum við íslensk og norsk yfirvöld sterklega til að eiga fulla samvinnu við Namibíu í rannsókninni á Samherjamálinu.

Gagnsæi

Þegar síðasta spillingarmat TI var gefið út í janúar 2019 var þá þegar bent á þverstæðu norrænu ríkjanna. Ef þessar forréttindaþjóðir vilja berjast gegn spillingu og leggja sitt af mörkum til markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verða þau að horfast af alvöru í augu við hvað opinberi geirinn og einkageirinn hjá þeim eru að aðhafast, vakna til meðvitundar um ábyrgð sína, og annað hvort uppfylla orðspor sitt eða glata því.

_______

TI Danmörk

TI Finnland

TI Grænland

TI Ísland

TI Noregur

TI Svíþjóð