Blaða- og fréttamennska er ekki glæpur
SEE BELOW THE ICELANDIC VERSION FOR AN ENGLISH TRANSLATION.
Stjórn Íslandsdeildar Transparency International óskar eftir að koma eftirfarandi á framfæri
Það eru hættuleg skilaboð af hálfu lögreglu sem send eru út í samfélagið með ákvörðun Lögreglustjóra Norðurlands eystra um að yfirheyra að minnsta kosti fjóra blaðamenn vegna gruns um brot á hegningarlögum fyrir umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja.
Rúmlega tvö ár eru síðan Kveikur, Al-Jazeera og Stundin greindu frá aðferðum Samherja í Namibíu. Þá voru fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra að hringja í Þorstein Má Baldvinsson til að spyrjast fyrir um líðan manns sem stýrir einu stærsta fyrirtæki landsins. Þetta stef hefur svo haldið áfram í gegnum málið. Blaða- og fréttafólk sem fjallað hefur um málefni Samherja hefur mátt búa við hömlulausar yfirlýsingar og ásakanir frá fyrirtækinu. Samhliða hóf Samherji mikla herferð þar sem gerð var tilraun til að endurskrifa söguna og hreinlega framleiða upplýsingaóreiðu.
Í maí 2021 birtu Kjarninn og Stundin umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja, samstarfsfólks sem lét sig dreyma um að „stinga, snúa og strá svo salti í sárið“ á þeim sem fjalla um málefni Samherja í Namibíu. Fyrirtæki sem eru meðvituð um almannahag þurfa ekki „skæruliðadeildir“. Þau beita ekki ógnandi aðferðum, hótunum eða tilraunum til að þagga niður eðlilega gagnrýni með saksóknum. Í kjölfar fréttaumfjöllunarinnar baðst Samherji afsökunar: „stjórnendur Samherja [hafa] brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur að því er virðist tekið við keflinu af fyrirtækinu og nú með glæpavæðingu blaða- og fréttamennsku. Það lýsir vægast sagt furðulegri forgangsröðun í risavöxnu spillingarmáli sem teygir anga sína um heim allan, að „viðbrögðin“ séu að sækja af hörku gegn fjölmiðlafrelsi og heimildarvernd á Íslandi. Rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra varðar háttsemi sem ekki telst brot ef hún er réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna. Minna má á að „skæruliðadeildin” ræddi meðal annars að beita sér í kosningum í stéttarfélagi, kortlagði og beitti sér gegn blaðafólki, listafólki, embættis- og stjórmálamönnum. Framganga sem forsætisráðherra sagði að væri óboðleg og ætti „ekki að líðast í lýðræðissamfélagi.” Háttsemi skæruliðadeildarinnar, í boði sjávarútvegsfyrirtækis sem nýtir auðlindir íslensku þjóðarinnar og var fellt undir skilgreiningu laga á einingu tengdri almannahagsmunum árið 2020, hlýtur að eiga erindi við almenning.
Íslandsdeild lítur þessa aðför að fréttamönnum í varnarbaráttu vitaskuld afar alvarlegum augum og hefur þegar tilkynnt þessa framvindu mála til höfuðstöðva Transparency International í Berlín.
Police in Iceland signalling a new era of criminalizing journalism.
The Board of Transparency International Iceland is deeply concerned over the Northeast Police chief’s actions against journalists covering the Fishrot scandal.
The decision of the North East Police Chief to interrogate at least four journalists on suspicion of violating the penal code for coverage of Samherji’s „guerrilla division“ sends a dangerous message to the Icelandic community.
More than two years have passed since RUV’s Kveikur, Al-Jazeera and Stundin reported Samherji’s activities in Namibia. The first reaction by Iceland’s Minister of Fisheries was to call Þorstein Már Baldvinsson, CEO of Samherji, to inquire about the well-being of his friend, the CEO, after the reporting. This theme has continued throughout the Fishrot case. Journalists who have covered Samherji have been continuously forced to live with unrestrained and public attacks and accusations from Samherji. At the same time, Samherji launched a major campaign in which an attempt was made to rewrite history and produce information chaos.
In May 2021, Kjarninn and Stundin published a report on Samherji’s guerrilla division, a group of people who dreamed of „stabbing, twisting and sprinkling salt on the wound“ of those who discuss Samherji’s issues in Namibia. Companies aware of the public interest do not need to own and finance „guerrilla groups“ against critics and journalists writing in the public interest. Responsible companies do not use threats, oppression and attempt to undermine and determine journalists. Following the news coverage, Samherji apologised. „The managers of Samherji [have] reacted harshly to the negative coverage of the company, and it is clear that they have gone too far in that reaction. For that reason, Samherji would like to apologise for that conduct. „
The chief of police in the northeast has now contributed to this worrying trend of undermining freedom of expression and media in Iceland with a clear statement towards the criminalisation of journalism. It is a bizarre priority in a vast corruption case on a global scale to seek punishment for the journalists reporting on corruption.
This investigation by the Northeast police concerns conducts that are not considered an offence if it is justified with reference to the public good or private interest. Transparency Iceland reminds the authorities that the „guerrilla group“ discussed, among other things, interfering in trade union elections, mapping and campaigning against journalists, artists, bureaucrats and politicians. The „guerilla division“ planned to undermine Transparency International Iceland and other similar movements by orchestrating a smear campaign against board members.
The reporting on these activities led to the Prime Minister making a statement, calling their actions unbearable and stating it should „not be tolerated in a democratic society.“ The „Guerilla divisions“ conduct, on behalf of Samherji, a fishing and fish processing company that utilizes national resources and falls under the legal definition of a public interest entity since 2020, must be relevant to the public in a democratic society. Therefore, it is pivotal for freedom of expression and media that journalists are not punished for reporting on the group’s actions.
Transparency International Iceland believes the actions of the Northeast police action is a severe attack on press freedom in Iceland. The message is clear; reporting on the shady side of Iceland’s fishery industry in the public good will be viewed as a criminal offence by police authorities. Iceland has therefore reported this development to Transparency International headquarters.