Verndun uppljóstrara

robotÞótt uppljóstrarar á borð Chelsea Manning og Edward Snowden eigi sér marga aðdáendur um allan heim eru sennilega ekki margir sem myndu þora að feta í fótspor þeirra. Fólk sem ákveður að vekja athygli á spillingu á vinnustað sínum á það á hættu að vera rekið, vera þvingað til að segja upp störfum, fá kannski hótanir og lögsóknir á hendur sér fyrir að svíkja lit. Félagslegir, og tilfinningalegir áhættuþættir af þessum toga myndu hins vegar ekkert þvælast fyrir vélmennum. Eða hvað finnst okkur sem búum í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla? Gætum við forritað róbót til að sinna hlutverki uppljóstrara, eins og þessi grein frá Atlantic Magazine veltir fyrir sér?

Fara á The Atlantic hér