Guðrún Johnsen í útvarpsþættinum – Hvað ber að gera. Spilling, samfélagsábyrgð og sjálfbærni.

Gudrun.johnsen featuredGuðrún Johnsen, stjórnarformaður Gagnsæis og  lektor við Háskóla Íslands í nýjum útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar og Jóns Ólafssonar  1.mars 2015 s.l. sem ber heitið “Hvað ber að gera”

Í viðtalinu var fjallað um spillingu, samfélagsábyrg, sjálfbærni og gagnsæi á hispurslausan hátt, með samlíkingum í veruleika sem allir geta skilið og fundið samsvörun í.    Guðrún hefur víðtæka alþjóðlega reynslu og fagþekkingu,  og er höfundur bókarinnar “Bringing down the banking system” sem fjallar um þróun bankakerfisins eftir einkavæðingu bankanna og fram yfir hrun.  Guðrún lítur bjartari augu til framtíðar í fjármála- og hagkerfinu, því það sé aukið innbyggt vantraust í kerfinu og sterkir fjölmiðlar sem ekki voru til staðar fyrir hrun.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið