Gagnsæi stefnir að aðild að Transparency International
Jón Ólafsson stjórnarmaður í Gagnsæi og prófessor við Háskóla Íslands var í viðtali við RÚV en í frétt á vef RÚV hér var fjallað um Gagnsæi, tilgang og markmið. Eins og kemur fram í fréttinni voru samtökin formlega stofnuð í lok síðasta árs og hafa sótt um aðild að samtökunum Transparency International (TI). TI eru meðal fremstu samtaka heims á sviði spillingarannsókna og reikna reglulega út spillingarvísitölu fyrir hvert land í heiminum. Rannsóknir þeirra taka til spillingar í viðskiptum, innan stjórnsýslu og stofnana og dómskerfisins.
Yfirlýst markmið Gagnsæis er að uppfræða almenning um spillingarhættur í íslensku samfélagi og vinna með fulltrúum atvinnulífs og stjórnsýslu að því að fyrirbyggja spillingu í grunnstoðum samfélagsins.
Lesa nánar frétt RÚV hér