Umboðsmaður Alþingis heldur erindi á aðalfundi Gagnsæis
Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, heldur erindið „Gagnsæi og hæfisreglur í stjórnsýslunni“ í aðdraganda aðalfundar Gagnsæis, þriðjudaginn 19. apríl, n.k. kl. 16.00. Erindið og aðalfundurinn mun fara fram í Odda stofu 101 í Háskóla Íslands. Að loknu erindi munu venjuleg aðalfundarstörf fara fram.
Dagskrá aðalfundar:
- Formaður Jenný Stefanía Jensdóttir flytur ársskýrslu um starfsemi samtakanna og leggur fram ársreikning félagsins.
- Stefnuskrá, starfsáætlun, fjárhagsáætlun og félagsgjöld næsta árs.
- Breytingar á samþykktum félagsins – stjórnin leggur ekki fram breytingar
- Kynning styrktaraðila og fjármögnun samtakanna, Guðrún Johnsen
- Kjör eins stjórnarmanns til eins árs, núverandi stjórn var á síðasta aðalfundi kjörin til 2ja ára en einn stjórnarmaður hefur óskað eftir að ganga úr stjórn.
- Kjör skoðunarmanns reikninga félagsins
- Kjör fulltrúa í nefndir og vinnuhópa. Jón Ólafsson skýrir frá fyrirhuguðum vinnuhópum
- Önnur mál