Gjaldfrjáls aðgangur að fyrirtækjaskrá
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá um aukinn og gjaldfjálsan aðgang að fyrirtækjaskrá.
Jenný Stefanía Jensdóttir frá Gagnsæi mætti á fund efnahags- og viðskiptanefndar 10. maí s.l. til að gera grein fyrir afstöðu samtakanna við þessu frumvarpi.
Gagnsæi, samtök gegn spillingu styðja eindregið gjaldfrjálsan aðgang að fyrirtækjaskrá og lítur á það sem mikilvægt skref í átt til opins þjóðfélags þar sem aðgangur að upplýsingum er óheftur og gjaldfrjáls.
- Nafnlaus, ógagnsæ fyrirtæki eru forsenda spillingar, svika, skipulagrar brotastarfsemi og skattaundanskota. Aðhald almennings og fjölmmiðla er mikivægt og upplýsingar um eigendur og haghafa fyrirtækja „beneficial owners“ er því nauðsynleg til að hægt sé að kortleggja þá sem stjórna þeim og eru í forsvari fyrir þau.
- Fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra eru stórtækir innheimtumenn ríkissjóðs, þ.á.m. virðisaukaskatt, tekjuskatt launþega, tryggingagjald auk lífeyrissjóðstillaga. Það er í þágu alls almennings að upplýsingar um þessa aðila liggi fyrir.
- Leynd og flókið „ættartré“ keðjufyrirtækja virðist hafa þann tilgang að fela eitthvað. Menn stofna runu fyrirtækja utan um eignarhald og virðist tilgangur vera sá að gera allan rekjanleika erfiðari. Nýlegt dæmi um Lyf og heilsu, sem Faxar eiga, sem Faxi á, sem Toska á, sem sonur fv. eiganda á en sá síðarnefndi hefur verið dæmdur sekur um efnahagsbrot.
- Frjálsir fjölmiðlar eiga undir högg að sækja varðandi fjármögnun, gjaldfrjáls aðgangur myndi styrkja stöðu rannsóknarblaðamennsku og styðja baráttu gegn skattsvikum og kennitöluflakki.
- Lög um peningaþvætti gera kröfur til tilkynningarskyldra aðila að þekkja viðskiptavini sína. Nýlegt dæmi þegar Borgun sagði upp viðskiptum við tvo aðila vegna skorts á upplýsingum um starfsemi viðkomandi eða gruns um ólögleg viðskipti. Víðs vegar er verið að útvíkka hugtakið um tilkynningarskylda aðila, og í mörgum löndum er lagt bann við að eiga órekjanleg viðskipti yfir ákveðnum fjárhæðum.
- Almennir borgarar og fyrirtæki setja sér ákveðna stefnu og grundvallarprinsipp í ýmsum málum þ.á.m. um að eiga ekki viðskipti við aðila sem gerst hafa sekir um refsiverð brot eða stundað vafasöm viðskipti eins og t.d. kennitöluflakk. Innkaupareglur ríkis og sveitarfélaga beinlínis skylda kaupendur að hafna viðskiptum við aðila sem hafa gerst sekir um spillingu, sviksemi og þáttöku í brotastarfsemi. Aðgangur þarf því að vera frjáls og óheftur til að hægt sé að sjá hverjir eru raunverulegir forsvarsmenn, eigendur og hagsmunaaðilar fyrirtækja eru.
- Verkefni á vegum stýrihóps um gagnsæi; Global Witness, Transparency International o.fl. samtök hafa hleypt af stokkunum alþjóðlegri skráningu fyrirtækja og eigenda þeirra, sem myndi tengjast milli svæða, landa og iðngreina. Skránni sem safnar og gefur út upplýsingar um eigendur fyrirtækja með það að markmiði að berjast gegn spillingu og auka viðskiptaheilindi.
- Opnun upplýsinga um eigendur fyrirtækja er grundvöllur þess að rekja flæði svartra peninga og sporna við spillingu
- Bresk stjórnvöld taka þátt í verkefninu ásamt Noregi, Hollandi og 11 önnur lönd hafa lýst vilja sínum til þess að gera upplýsingar opinberar
- Beta útgáfa var opnuð í byrjun apríl s.l. og eru tæp 2 milljón fyrirtæki á skrá. Með því að skoða skrána sést hve auðvelt er að fletta upp eftir nafni fyrirtækis og/eða nafni forsvarsmanna
- linkur openownership.org
Gagnsæi hvetur stjórnvöld til að kynna sér þetta verkefni og taka þátt í þessum upplýsingabanka.
Gagnsæi metur það svo að þverpólitískur vilji sé fyrir því að opna aðgang að fyrirtækjaskrá og skorar á Alþingi að samþykkja þetta frumvarp, sem myndi skora stig í heilindavísitölu Íslands.