Aðalfundur Gagnsæis 2020

Aðalfundur Gagnsæis var haldinn fimmtudaginn 17. desember.

Á fundinum var nýráðinn framkvæmdastjóri, Árni Múli Jónasson, boðinn velkominn til starfa.

Breytingar urðu á stjórninni þar sem Valgerður Bjarnadóttir, Jón Ólafsson og Kirstín Flygenring ákváðu að gefa ekki kost á sér áfram. Inn komu ný í stjórnina þau Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, Engilbert Guðmundsson og Halldór Ó. Zoëga.

Guðrún Johnsen var kjörin formaður félagsins og Geir Guðmundsson var kjörinn gjaldkeri áfram. Ásgeir Brynjar Torfason var kjörinn skoðunarmaður reikninga áfram.