Varnir gegn spillingu

Nú um ára­mótin gengu í gildi tvenn ný lög sem geta, ef rétt er á hald­ið, verið mjög áhrifa­rík og gagn­leg til að verja íslenskt sam­fé­lag og hags­muni almenn­ings gegn spill­ingu. Um er að ræða lög um vernd upp­ljóstr­ara og lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum í stjórn­ar­ráði Íslands. Ástæða er til að hvetja fólk og fyr­ir­tæki til að kynna sér þessi lög og fjöl­miðla til að kynna þau vel og fylgj­ast náið með fram­kvæmd þeirra.

Áhrif þess­ara laga eru mjög undir því komin að íslensk stjórn­völd taki skyldur sínar sam­kvæmt þeim alvar­lega og hagi fram­kvæmd lag­anna, eft­ir­liti með að þau séu virt og við­brögðum við brotum gegn þeim í sam­ræmi við það. En það er þó fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið hvernig gengur að verja sam­fé­lagið okkar og hags­muni gegn spill­ingu. Þrýst­ingur á stjórn­völd, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga í áhrifa­stöð­um, kröfur almenn­ings um gagn­sæi og óspillt vinnu­brögð, ábyrgir og vak­andi fjöl­miðl­ar, virð­ing fyrir öfl­ugum og kjark­miklum rann­sókn­ar­blaða­mönnum og virk vernd og full­nægj­andi stuðn­ingur við upp­ljóstr­ara hafa þar mest áhrif.

Spilling virðir engin landa­mæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjöl­þjóð­legir samn­ingar um skyldur ríkja til að vinna gegn spill­ingu og hafa virkt sam­starf í því skyni. Íslenska hefur ríkið skuld­bundið sig til að fram­fylgja nokkrum slíkum samn­ing­um, sem gerðir hafa verið á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna, Evr­ópu­ráðs­ins og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD). Því miður er þó skemmst frá því að segja að úttektir þess­ara aðila, nú síð­ast OECD, benda alls ekki til að íslensk stjórn­völd séu að taka þær skyldur sínar mjög alvar­lega. Alþjóð­leg sam­vinna um varnir gegn spill­ingu gefur stjórn­völdum einnig gagn­leg við­mið og aðgang að þekk­ingu til að styðj­ast við í vörnum gegn spill­ingu eft­ir­lit gegn henni sem og við mat og mæl­ingar á spill­ingu, ef þau vilja nýta sér þetta. 

Hvað varðar mæl­ingar gegn spill­ingu njóta alþjóð­legu Tran­sparency International (TI) sér­stakrar við­ur­kenn­ingar á alþjóða­vett­vangi. Sam­tökin voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein áhrifa­rík­ustu sam­tökin sem vinna að heil­indum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skipta­lífi hvar­vetna í heim­in­um. Sam­tökin eru sjálf­stæð og óháð stjórn­völdum og eru ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 löndum og berj­ast gegn spill­ingu og því mikla órétt­læti og margs konar sam­fé­lags­lega skaða sem hún veld­ur.

Sam­tökin birta árlega nið­ur­stöður mæl­inga á spill­ingu í flestum löndum heims, sem bygg­ist á áliti sér­fræð­inga og aðila í við­skipta­líf­inu í við­kom­andi lönd­um. Þessi mæl­ing og nið­ur­stöður þeirra kall­ast Corr­uption Percept­ion Index (CPI) á ensku. Fyrir u.þ.b. 15 árum var Ísland á toppnum á CPI-list­an­um, ásamt öðrum nor­rænum löndum þar sem spill­ing mælist almennt einna minnst í heim­in­um. Síðan þá hefur Ísland færst hratt niður CPI-list­ann og var á síð­asta ári í 11. sæti og tölu­vert langt á eftir hinum nor­rænu ríkj­un­um. Tran­sparency International mun næst birta nið­ur­stöður CPI-­mæl­inga sinna nú í lok jan­ú­ar.

Íslands­deild TI er nú að taka til starfa. Upp­lýs­ingar um hvernig hægt er ger­ast félagi í deild­inni má nálg­ast á heima­síð­unni. 

Árni Múli Jón­as­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar TI

Greinin birtist upphaflega í Kjarnanum