Viðtal við fulltrúa Íslandsdeildar TI í Samfélaginu

Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri mættu í viðtal hjá Samfélaginu á Rás 1 til að ræða starfsemi samtakanna og stöðu spillingarmála á Íslandi. Fjallað var um hvernig er hægt að skilgreina og mæla spillingu, hvaða áhrif hún hefur og hvernig gagnsæi, tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi geta dregið úr spillingu og spillingarfreistni. Einnig var farið yfir hina árlegu spillingarvísitölu (CPI) Transparency International og hvernig Ísland hefur komið út úr þeirri mælingu í gegnum árin, sem og hvernig Ísland hefur verið að koma út m.a. í úttektum alþjóðasamtaka sem tengjast málaflokknum.

Hlusta má á viðtalið hér en viðtalið við fulltrúa Íslandsdeildar TI er fyrsta viðtal þáttarins og hefst 2:40.