Ný stjórn Íslandsdeildar Transparency International

Aðalfundur Transparency International Iceland var haldinn fimmtudaginn 27. Maí.

Á fundinum var nýráðinn framkvæmdastjóri Atli Þór Fanndal boðinn velkominn til starfa. Árna Múla Jónassyni var þakkað fyrir mikið uppbyggingarstarf í sinni framkvæmdastjóratíð. Árni Múla mun áfram starfa fyrir samtökin sem lögfræði ráðgjafi samtakanna. Aðalfundur þakkar fráfarandi stjórn fyrir óeigingjarnt starf í þágu samtakanna og baráttunnar gegn spillingu. Guðrún Jonsen, fráfarandi stjórnarformaður Transparency International á Íslandi, sagði á fundinum að þótt John Lennon hafi sagt „Being honest may not get you many friends but it’ll always get you the right ones“ geti hún staðfest að baráttan fyrir heiðarleika, heilindum og gegn spillingu afli manni ekki aðeins fárra góðra vina heldur um leið fjölda vina.

Ný stjórn var kjörin en hana skipa:

Jóhann Hauksson, formaður Transparency International á Íslandi, fyrrum blaðamaður og upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins á árunum 2012 – 2013.

Jóna Þórey Pétursdóttir, varaformaður Transparency International á Íslandi, lögfræðingur og meistaranemi í mannréttindalögfræði við Edinborgarháskóla – fyrrum forseti Stúdentaráðs

Edda Kristjánsdóttir, mannréttindalögfræðingur

Geir Guðmundsson, verkfræðingur og verkefnasstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Halldór Zoega, verkfræðingur og deildarstjóri mannvirkjadeildar á Mannvirkja- og leiðsögusviði Samgöngustofu.

Þorbjörg Marinósdóttir, atvinnurekandi og fyrrum ritstjóri DV

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis

Ný stjórn mun funda á næstu dögum, skipta með sér verkum og klára formleg stjórnarskipti með fráfarandi stjórn.