Viðtal um Gagnsæi og spillingarhættur í Harmageddon
Jón Ólafsson og Ásgeir Brynjar Torfason stjórnarmenn Gagnsæis í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon s.l. fimmtudag um samtökin, spillingu og spillingarhættur. Birtingamynd spillingar er víða í samfélögum heims og mikilvægt er að koma í veg fyrir hana. Spilling snýst um að einstaklingar maka krókinn með einhverjum hætti fyrir eigin hagsmuni t.d. í viðskiptum og stjórnmálum. Lítið er um kannanir á Íslandi og um hvernig Íslendingar upplifa spillingu. Samtök eins og Gagnsæi beitir sér fyrir eðlilegum stjórnarháttum og ákvarðanatökum. Samtökin fara ekki gegn einhverjum heldur benda á spillingarhættu og vinna að veikleikunum þ.e. hvað getum við gert til þess að minnka áhættur.
Leiðin að aðild að Transparency International er stofnun samtaka eins og Gagnsæi úr grasrótinni, vinna að heilindum gegn spillingu og svo að loknu allt að 2ja ára tímabili verður félagið formlegt umsóknarfélag og hefur beinan aðgang að samtökunum og gögnum þess.
Hlusta á viðtalið hér