Útvarpsviðtal um spillingu og spillingahættur

Jenny_Sigurbjorg copySigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Jenný Stefanía Jensdóttir stjórnarmenn í Gagnsæi voru í viðtali í þættinum Morgunútgáfan á Rás 1 s.l. fimmtudag þar sem farið var yfir stofnun samtakanna Gagnsæis og spillingu og spillingarhættur almennt.  Umsókn Gagnsæis – samtaka gegn spillingu og aðildarferlið að Transparncy International (TI) sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn spillinu um allan heim.  Samtökin Gagnsæi þurfa að sýna ákveðna skuldbindingu og skapa virkni um þær reglur sem TI stendur fyrir.  Standa að vitundarvakningu og sýna fram á ferilskrá hvers árs en aðildarferlið tekur 3-5 ár.  Auka vitund um hvað er spilling og hvað veldur, hvaða aðstæður kalla hana fram og auka umræðu almennt.  Í staðinn fyrir að reyna að mæla spillingu er hægt að koma upp viðurkenndum spillingarvörnum.  Við þurfum að viðurkenna veikleikann í smæðinni á Íslandi þegar kemur að hagsmunaárekstrum og skapa festu.  TI greinir spillingarhættur og hvata til spillingar.  Það þarf að auka vitund fólks um þessar hættur og hvata.  Ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað.  Eitt áhyggjuefni nú er áform sem uppi eru um skipun dómara en mikilvægt er að slíkt sé ekki á hendi eins aðila t.d. ráðherra.  Mikilvægt er að setja fagnefnd/fagráð.  Tvö tímamótamál í Íslandssögunni hafa nú litið dagsins ljós þ.e. dómurinn yfir bankamönnum Kaupþings og fyrirtekt Umboðsmanns Alþingis á lekamálinu.  Gagnsæi og TI vilja gera ráðstafanir fyrirfram svo að slík máli komi ekki upp.

Hlusta á viðtalið hér (43.15 mín)