Framsaga framkvæmdastjóra Íslandsdeildar á húmanískri hugvekju Siðmenntar vegna setningar Alþingis
Kæru félagar, gott líf í góðu samfélagi reiðir sig á heilindi og samstöðu. Gunnar Hersveinn segir í bókinni Orðspor að við séum ekki fullgert fólk fyrr en við finnum hjá okkur knýjandi þörf til að gera eitthvað fyrir aðra. Þarna finnst mér Gunnar lýsa neista samfélagssáttmálans.
Við erum ekki fullgert samfélag fyrr en við finnum hjá okkur knýjandi þörf til að tryggja lífshamingju allra.