2013 Skýrsla TI um útflutning spillingar – Ísland með í fyrsta sinn

http://issuu.com/transparencyinternational/docs/2013_exportingcorruption_oecdprogre?e=0/5132864 Árið 2013 gaf Transparency International (TI) út níundu ársskýrslu sína um framkvæmd OECD samningsins gegn mútum. Skýrsla TI ber nafnið „Útflutningur spillingar“ (Exporting Corruption). Ísland undirritaði OECD samninginn í ágúst 1998 og innleiddi hann í landslög í lok sama árs. Vinnuhópur OECD um mútur og spillingu gerir úttekt á framkvæmd samningsins hjá 9-10 aðildarlöndum árlega. Ísland hlaut slíka úttekt 2010 (með viðauka 2013), þar sem bent var á ýmislegt sem þótti ábótavant. Eins og fyrr segir fylgist Transparency International með þessarri vinnu OECD og gefur út ábendingar í hinni árlegu skýrslu sinni. 2013 voru í fyrsta sinn öll 40 undirskrifarríki OECD samningsins tekin fyrir í skýrslu TI, því það ár var Ísland með í fyrsta sinn.

Fara í skýrsluna hér