Spilling í byggingariðnaði grandaði fleirum í Nepal en jarðskjálftinn

MYND: Daniel Berehulak for The New York Times
MYND: Daniel Berehulak for The New York Times

Eins og New York Times hefur greint frá var það spilling í byggingaiðnaði sem grandaði fleiri mannslífum í Nepal en jarðskjálftinn sem átti sér stað 25. Apríl s.l. Hús voru ekki byggð til að þola jarðskjálfta þrátt fyrir skýrar reglur og ítrekaðar viðvaranir þar að lútandi.

Íbúafjöldi Katmandu hefur meira en tvöfaldast síðan 1990 og hafa háhýsi, verslunarmiðstöðvar og önnur mannvirki verið reist í miklum flýti og skeytingarleysi um regluverk og eftirlit. Víða hafa menn komist upp með að bæta hæðum ofaná það sem leyfilegt er, með því að borga starfsmönnum byggingaeftirlitsins fyrir að skipta sér ekki af því. Margt fólk hefst nú við í tjöldum á torgum úti og neitar að flytja heim til sín aftur, því það veit hvernig landið liggur. Það treystir hvorki innviðum húsanna né stjórnkerfis sem reynir nú að telja því trú um að hættan sé liðin hjá.

Sjá einnig The Global Anticorruption blog hér