Peter Eigen, stofnandi TI, talar um spillingu sína og tilurð samtakanna.

 Peter Eigen, stofnandi Transparency International, sagði frá því í þessum 2009 TED fyrirlestri hvernig hann ákvað að gera eitthvað meira en hrista hausinn yfir þeirri taumlausu spillingu er hann varð vitni að sem verkefnastjóri fyrir Alþjóðabankann í þróunarlöndum. Gerendurnir voru oftar en ekki virt alþjóðleg fyrirtæki sem vissu að ef þau mútuðu ekki myndi bara einhver annar gera það. Eigen stofnaði borgarahreyfinguna TI og bauð fulltrúum fyrirtækja og ríkisstjórna að borðinu til að ræða opinskátt um það samfélagsmein sem spilling er. Besta vopnið gegn spillingu er einmitt umræða og vitundarvakning. Gagnsæi, samtök gegn spillingu, hafa sett íslenskan texta við þetta myndband.