Viðbrögð Transparency International við FIFA hneykslinu. Næstu 7 skref sem FIFA verður að taka eftir afsögn Blatter

FIFA-LogoFramkvæmdastjóri Transparency International, Cobus de Swardt sagði í kjölfar afsagnar Blatter að  FIFA hafi verið hluti af viðurstyggilegri spillingu.  Nú væri tími til að endurbyggja stjórn og stjórnsýslu samtakanna,  marka ný spor án hindrana og yfirleitt ætti ekkert lengur að skyggja á þessa fallegu íþrótt.

Framkvæmdastjórinn sagði að næstu nauðsynlegu skref FIFA væru:

  1. Setja á stofn óháða nefnd um endurbyggingu og endurskipulagningu samtakanna

Nefndin þurfi að vera samsett af algjörlega óháðum einstaklingum sem væru skipaðir hver í sínu lagi, án þess að fá greiðslu frá FIFA, með heimildir til að rannsaka, gefa út skýrslur, og opinbera tillögur sínar til framkvæmdanefndar.  Enduruppbygging getur ekki orðið innanfrá, né frá einstaklingum sem misst hafa trúnað.

  1. Betri framkoma meira gagnsæi

FIFA og aðildarsamtök verða að gera sér grein fyrir að það ríkir ekkert opinbert traust lengur á FIFA.  Samtökin ættu að gefa upp laun stjórnenda, ferðakostnað og annan kostnað og upplýsa betur hvernig FIFA eyðir peningum í samræmi við viðurkennda alþjóðlega staðla.

  1. Alþjóðlega Olympíunefndin 2020 og næstu aðgerðir

Fifa getur lært af alþjóðlegu olympíunefndinni og tekið upp tillögur hennar fyrir árið 2020 um fótbolta sem innifela m.a. :

  • Hver einasti einstaklingur sem valinn er eða skipaður stjórnandi á FIFA viðburðum undirgangist óháða áreiðanleikakönnun.
  • Tímatakmörk á stjórnarsetu í framkvæmdanefnd
  • Gagnsætt eftirfylgnis ferli gagnvart öllum aðildarfélaögum FIFA, sem fá fjárhagslegan stuðning frá FIFA
  1. Bráðaaðgerðir gagnvart Qatar og Rússlandi

Komi í ljós að spilling hafi tengst ákvörðun FIFA, verði að endurtaka val á staðsetningu fyrir heimsmeistarakeppnina.  FIFA verður að sjá til þess að mannréttindi og varnir gegn spillingu séu tryggðar fyrir Heimsmeistarakepnina 2018 og 2022 í Rússlandi og Qatar.  Enginn ætti að láta lífið vegna íþrótta.  Borgarasamtök í báðum löndum og á alþjóðasviði verða að taka markvisst þátt í innleiðingu og eftirlit, sérstaklega í sambandi við vinnuaðstæður.

  1. Stjórnmál

Stjórnmálamenn geta aðstoðað FIFA við endurbyggingu með því að samþykkja og sammælast um siðareglur á alþjóðasviðinu, til að enda hið nána og kósý samband sem er ríkjandi nú.  Slíkt myndi gilda í öllum samskiptum FIFA og öllum íþróttasamböndum.

  1. Fjárstuðningsaðilar.

Stuðningsaðilar ættu að innleiða sértækar aðgerða til að þrýsta á FIFA og aðildarsambönd að uppfylla ströngustu staðla um siðferði.  Slíkt innifæli meiri gagnsæi í samningagerð og boðsferðum háttsettra aðila, sem dæmi

  1. Fjölmiðlar

Sú spilling sem hefur viðgengist hjá FIFA, bendir til þess að auknar og harðari kröfur verður að gera á aukið gagnsæi og eftirlit með samningum við sjónvarpsrétthafa.  Það innifelur einnig fyrirtæki sem kaupa sýningarrétt og selja hann inn á önnur landfræðileg svæði.

Heimild http://www.transparency.org