Viðtal við fulltrúa Íslandsdeildar TI í Sprengisandi
Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkæmdastjóri mættu í viðtal hjá Sprengisandi á Bylgjunni til að ræða starfsemi samtakanna og stöðu spillingarmála á Íslandi. Fjallað var um mikilvægi þess að hafa samtök óháð stjórnmálaflokkum sem hafa það hlutverk að veita aðhald í þessum málum, alþjóðasamtökin Transparency International sem og hina árlegu spillingarvísitölu (CPI) og hvernig Ísland hefur komið út úr þeirri mælingu í gegnum árin. Einnig var farið yfir hugtakið spillingu, hvað það þýðir og hvernig er hægt að skilgreina það og mæla, sem og rætt um dæmi um spillingarvarnir svo sem nýsamþykkt lög um vernd uppljóstrara.