Samherjaskjölin þriggja ára: Framganga Samherja mun hafa neikvæð áhrif á lífsgæði komandi kynslóða Namibíu.

Sameiginleg yfirlýsing frá Institute for Public Policy Research (IPPR) í Namibía og Transparency International Ísland með stuðning fjölda samtaka (sjá fyrir neðan yfirlýsingu).

Statement in ENGLISH – PDF – Word ] [ Yfirlýsing á Íslensku – PDF – Word ]

Upplýsingar veita:
Graham Hopwood, framkvæmdastjóri IPPR – director@ippr.org.na
Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Transparency International Iceland – thor@transparency.is – Sími 8882103

WINDHOEK/REYKJAVIK, 12. nóvember 2022 – Nú eru rétt þrjú ár síðan Fishrot hneykslið (íslenska: Samherjamálið) var afhjúpað. Meira en 30 þúsund skjöl, sem lekið var, sýndu að frá árinu 2012 hafði Samherji, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands,  greitt milljónir dollara til stjórnmálamanna og samstarfsmanna þeirra í Namibíu til þess að færa fiskveiðiheilmildir frá innlendum sjávarútvegsfyrrtækjum í því skyni að bæta sinn sinn eigin hag og arðsemi.

Namibíumál Samherja er stærsta einstaka spillingarmál í Namibíu og á Íslandi. Verðmæti grunsamlegra viðskipta sem Fjármálaleyniþjónusta Namibíu (Namibian Financial Intelligence Centre) tengja við starfsemi Samherja eru 650 milljónir Bandaríkjadala (95 milljarðar króna). Áhrif vegna málsins á sjávarútveg Namibíu eru skelfileg. Sama má segja um sjávarþorp og svæði sem rænd voru fiskveiðikvóta vegna aðferða Samherja. Namibískur efnahagur er svo sannarlega ekki ósnertur af starfsemi Samherja enda lagði fyrirtækið sig fram við að taka sem mest út úr hagkerfi Namibíu og skilja fátt eftir. Talið er að þúsundir sjómanna Í Namibíu hafi misst vinnuna vegna þess að starfsemi ýtti namibískum fyrirtækjum sem reyndu að spila eftir úthlutunarreglum úr kvótaröðinni. Framganga Samherja mun hafa neikvæð áhrif á lífsgæði komandi kynslóða Namibíu.

Þremur árum síðar lifir Samherji og hrærist í refsileysi á sama tíma og byggðir í Namibíu sem gjörningar Samherja hafa bitnað á hafa engar bætur fengið og gerendurnir hafa ekki enn verið dregnir fyrir rétt. Í Namibíu verða tíu grunaðir dregnir fyrir rétt, þeirra á meðal Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Sakeus Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Aðalríkissaksóknari í Namibíu hefur einnig birt ákærur hendur þriggja yfirmanna Samherja, en engin viðleitni hefur verið sýnd af hálfu íslenskra yfirvalda til þess að framselja þessa menn.

Hér á landi hefur engin formleg ákæra verið lögð fram á hendur íslenskum aðilum málsins. Þess í stað rannsakar lögregla blaðamenn sem segja frá Samherja, grafa undan frelsi fjölmiðla, tjáningarfrelsi og baráttu gegn spillingu. Viðbrögð íslenskra yfirvalda hafa verið kölluð „nánast vandræðaleg“ af Drago Kos, formanni vinnuhóps OECD um mútur í alþjóðlegum viðskiptum.

Þetta er fullkomlega óviðunandi og grípa þarf til frekari aðgerða. Við teljum að eftirfarandi þurfi að gera:

Samherji verður að samþykkja og greiða skaðabætur ásamt því að gangast undir ferli umbóta. Í því þarf að felast

·        Mat á mannréttindum og efnahagslegum áhrifum á starfsemi Samherja í Namibíu

·        Fullar bætur til þeirra sem báru skaða af brotunum

·      Að koma á fyrirkomulagi til að takast á við sérstök mál í byggðum heimamanna og/eða einstaklinga 

Viðskiptavinir, byrgjar og meðeigendur Samherja þurfa að endurskoða fyrirkomulag viðskipta við Samherja, sérstaklega með tilliti til umhverfis-, félags og stjórnunarþátta og siðferðislegar skuldbindingar í framboðskeðjunni sem og eðlilegar væntingar almennings um sömu þætti.

Íslensk stjórnvöldu taki frumkvæði í sakamálarannsókn og beiti sér gegn spillingu sem framin er af íslenskum borgunum.

Yfirvöld í Namibíu geri frekari umbætur á stjórnunarháttum sínum sérstaklega með því að breyta lögum um auðlindir sjávar, sem gerði framgöngu Samherja mögulega, og dragi þá sem ábyrgð bera fyrir rétt eins fljótt og auðið er, þar með talda þá sem framselja þarf frá Íslandi án frekari tafa.

Ríkisstjórnir, þeirra á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Póllandi, Hollandi, Noregi og í Færeyjum beiti sér fyrir því að tryggja að áframhald verði ekki á brotum í efnahagskerfum þessara landa í krafti alþjóðlegra fjárfestinga Samherja eða í skjóli fjárfestinga félagsins í Namibíu.

Nú er tími fyrir þá sem hagsmuna hafa að gæta að gefa sig alla í baráttunni gegn spillingu og færa íbúum Namibíu réttlæti og skaðabætur.

Endar/

1 https://www.namibian.com.na/204285/archive-read/Financial-intelligence-flagged-Fishrot-deals-worth-N$10-billion
2 https://www.transparency.org/en/press/iceland-investigations-against-journalists-fishrot-samherji-undermine-press-freedoms-anti-corruption
3 https://mobile.twitter.com/project_lawyers/status/1539236020696322049

Eftirfarandi einstaklingar og samtök undirrita yfirlýsinguna

Peter Eigen Founder of Transparency International and Fisheries Transparency Initiative

Graham Hopwood Executive Director, Institute for Public Policy Research (IPPR), Namibia

Thor Fanndal Executive Director, Transparency International Iceland

Daniel Bruce Executive Director, Transparency International UK

David Martínez García Executive Director, Transparency International España

Lousewies van der Laan Executive Director, Transparency International Netherlands

Bodil Karlshøj Poulsen Executive Director, Transparency International Greenland

Ilia Shumanov Executive Director, Transparency International Russia

Guro Slettemark Executive Director, Transparency International Norway

Jemima Beukes Deputy Secretary General, Namibia Media Professionals Union (NAMPU)

Carola Engelbrecht Co-ordinator, CIVIC +264 (Civil Society Information Centre) Namibia

Toni Hancox Director, Legal Assistance Centre (LAC), Namibia

Naita Hishoono Executive Director, Namibia Institute for Democracy (NID) 

Herbert Jauch Chairperson, Economic and Social Justice Trust (ESJT), Namibia

Mahongora Kavihuha Secretary General, Trade Union Congress of Namibia (TUCNA) 

Frederico Links Chairperson, ACTION Coalition (for Access to Information), Namibia

Rinaani Musutua  Representative, Basic Income Grant (BIG) Coalition, Namibia

Anna Myers Executive Director, Whistleblowing International Network (WIN)

Henri Thulliez Director, PPLAAF (Platform to Protect Whistleblowers in Africa)

Zoe Titus Director, Namibia Media Trust (NMT)

Eva Van der Merwe Executive Director, International Lawyers Project (ILP)

Nadège Buquet Executive Director, Transparency International France

Karina Carvalho Executive Director, Transparência Internacional Portugal